Noah Nappies blautpokarnir eru hannaðir og framleiddir með væntumþykju í huga bæði gagnvart litlu kynslóðinni og jörðinni. Blautpokinn er með tveimur aðskildum hólfum sem lokast með YKK rennilás. Raki og bleyta haldast því inni í pokanum og smitast ekki á milli hólfa. Pokinn er sniðugur sem skiptitaska, leikskólapoki undir blaut/skítug föt/bleyjur, sundpoki og lengi mætti áfram telja! Blautpokinn tekur 6-8 taubleyjur.
Öll efni Noah Nappies hafa fullt hús af vottunum meðal annars Oeko-tex og GOTS.
Eiginleikar
-
Okkar fullkomna miðstærð: Stærðir pokans eru 39cm breiður að ofan en 28cm breiður í botninn. Pokinn er 29cm hár og hefur 12cm flatann botn til þess að rúma meira. Í pokann passa 6-8 bleyjur mjög auðveldlega.
-
Tveir hankar: Hægt er að opna hankana með smellu að framan og því hengja pokann á þann stað sem hentar þér. Til dæmis á vagninn, innkaupakerruna, í þvottahúsið, á skiptiborðið eða jafnvel aftan á sætið í bílnum undir nesti.
-
Bless vond lykt!: Pokinn er hannaður til þess að halda, geyma og koma í veg fyrir að lykt smitist úr innihaldi pokans í nokkrar klukkustundir.
-
Tvö aðskilin hólf: Þú getur notað blautpokann undir hreinar og óhreinar bleyjur samtímis þar sem lyktin smitast ekki á milli hólfa. Einnig er hægt að nota hann undir hrein og óhrein föt því hann pokinn er margnota og ekki einungis ætlaður taubleyjuforeldrum.
- Einstaklega mjúkt og endurunnið PUL efni: Ytra efni pokans kallast PUL efni og er mögulega eitt af því mýksta og sveigjanlegasta PUL efnum sem finnst á markaðnum í dag. Með því að kaupa þennan poka ert þú að bjarga 5 plastflöskum frá umhverfinu sem eru endurunnar í pokanum.
Þvottaleiðbeiningar
-
Þvotta rútína: Opnaðu hólfin fyrir þvott. Við mælum með köldu skoli til þess að byrja með. Eftir skolið ráðleggjum við heitt 40°-60° langt þvottaprógram. Einfaldur 40° þvottaprógram gæti reynst nóg, það fer allt eftir leyndardómsfulla innihaldi pokans! 💩
-
Þurrkari: Pokanum er ekki ætlað að fara í þurrkara nema á mesta lagi kalt prógram. Við mælum með því að pokinn sé hengdur upp eftir þvott.
- Notist ekki við: Klór eða mýkingarefni.
Efni
-
Ytra efni: Vatnshelt endurunnið 100% Polyurethane (PUL)
-
Rennilás: Veglegur YKK rennilás fyrir styrk og góða endingu
- Oeko-tex standard 100 certified and contain no harmful chemicals
Sendingarmáti
Sendingarmáti
Frí heimsending ef verslað er fyrir 20.000kr eða meira.
Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar með Dropp
Vöruskil
Vöruskil
- Auðvelt að skipta svo lengi sem varan er ónotuð. Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum eða base-um.