Verið velkomin í verslun okkar Síðumúla 23, gengið inn um Selmúla

Vissir þú að...
Á hverjum degi eru u.þ.b. 5,000 tonnum af bleyjum hent í ruslið sem vegur jafnt þungt og þúsund fullvaxnir fílar!
Árið 2020 hefur engin einnota bleyja náð að eyðast upp. Það tekur hverja bleyju u.þ.b. 5000 ár að eyðast upp í náttúrunni.
Taubleyjur lykta mun minna en einnota bleyjur sem kemur mörgum á óvart!
Taubleyjur spara þér kostnað þegar til lengri tíma er litið.
100% Merino Ullarbleyjur
Ullin er mætt frá Responsible Mother
Hér er stutt myndband sem sýnir ykkur hvernig ullarbleyjur eru undirbúnar með Lanolíni fyrir fyrstu notkun. Lanolín er ullarvax sem býr til vatnshelda þekju á ullinni.
- Ullarbleyjur þarf einungis að þvo á 3-4 vikna fresti (nema 💩 mætir á svæðið).
- Ull + lanolín er sjálfhreinsandi, brýtur niður þvag sem gufar upp.

Hvernig er best að nota ullarbleyjur?
Ullarbleyjurnar eru skeljar. Þú þarft að setja rakadrægni inn í bleyjuna, svipað og AI2. Við mælum með því að nota prefold eða trifold fyrir dagbleyjur en fitted hemp bleyju fyrir nætur.