Vörumerkin okkar

Sumarið byrjar hjá okkur

Við erum með mikið úrval af sundfötum og sólarvörnum

Skoða Hér

avionaut

Skoða Hér

Verslaðu stílinn

  • Hröðsending

    Við leggjum mikla áherslu á góða og hraða þjónustu. Við sendum með Dropp

  • Gott Verð

    Við leggjum áherslu á góð verð

  • Skipti

    Auðvelt að skipta svo lengi sem varan er ónotuð

Er munur á taubleyjum fyrir dag og nótt

Tæknilega séð er svarið nei. Þú getur notað næstum allar bleyjur sem næturbleyjur en þú gætir þurft að bæta við rakadrægnina. Þegar talað er um rakadrægni er átt við innleggin sem eru ýmist úr hemp, bambus eða bómull. Þannig getur þú breytt dagbleyju í næturbleyju. Börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg og pissa því mismikið yfir nóttina, það fer því algjörlega eftir hverju barni hversu mikil rakadrægni þarf að vera til staðar. Skoðaðu uppáhalds nætur samsetningarnar okkar hér

Taubleyjurnar mínar leka, Hvað get ég gert?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að þær leki. Miðað við að bleyjurnar séu í góðu ástandi þá eru hér nokkur ráð:

  1. Fáðu aðstoð við að stilla bleyjuna í rétta stærð. Bleyjurnar eru "one-zise" sem þýðir að þær geta passað á stór sem smá börn ef rétt stilling er valin. Stærðirnar breytast þegar smellunum að framan er smellt saman. Endilega sendu okkur mynd af barninu í bleyjunni ef þú ert óviss.
  2. Veldu rétta rakadrægni. Oft vantar að bæta við innleggi eða búster. Margir umönnunaraðilar taubleyjubarna byrja að upplifa leka með aldri barnsins en það stafar oftar en ekki af auknum þvagútskilnaði barns og því þarf að auka rakadrægnina í takt við það.
  3. Ekki nota krem með zinki í eða innlegg sem hafa smitast af zinki. Zink er vatnsfráhindrandi og ef slíkt hefur smurst í taubleyju eru eiginleikar hennar af skornum skammti og leki getur orðið.
  4. Reyndu að fylgjast með því hvaða partur af taubleyjunni fyllist hraðast af þvagi. Jafnvel er bleyjan að leka þó partur af bleyjunni/innlegginu er enn þurr? Strákar væta bleyjur framarlega og stelpur oftar fyrir miðju eða jafnvel að aftan ef þær sofa á bakinu. Við mælum með því að brjóta saman 4 laga bambus booster og setja á svæðið sem barnið vætir sem mest.
  5. Raðaðu innleggjunum þínum rétt! Innlegg er ekki það sama og innlegg en neðst ætti ríkasta rakadrægnin að vera staðsett sem er hemp. Því ofar ætti að efni að vera sem dregur vökva hraðar í sig en hemp t.d. bambus eða bómull.

Hvernig þvæ ég taubleyjurnar?

Fyrstu mánuði í lífi barns mætti segja að taubleyjulífið sé "einfaldast" að okkar mati. Börn sem eru einungis á brjósti eða pela hafa vatnsleysanlegar hægðir, því mega óhreinar taubleyjur fara beint inn í þvottavél. Þegar börnin byrja á fastri fæðu breytast hægðirnar og þá þarf að fjarlægja hægðir úr bleyjunni áður en þvottarútínan er hafin. Umönnunaraðilar hafa margar ólíkar leiðir til þess að fjarlægja hægðir úr taubleyjum en það lærist hægt og rólega. Oftast dugar að opna taubleyjuna yfir klósettinu og leyfa hægðum að detta í klósettið eða fjarlægja þær með smá klósettpappír. Í framhaldi eru allar óhreinar bleyjur settar í óhreinatauið eða beint í þvott. Hægt er að geyma óhreinar taubleyjur í t.d. stórum blautpoka

Sem er ú PUL efni sem spornar gegn því að lyktin smitist út fyrir pokann. Þvottarútínan stafar einnig af persónulegri reynslu hjá hverjum.

Okkar þvottarútína er svona: 

Skref 1 Kalt skol með litlu magni af ilmefnalausu þvottaefni eða engu þvottaefni - þitt er valið

Skref 2 Langt þvottaprógram á 60° gráðum með ilmefnalausu þvottaefni

Skref 3 Kalt skol með engu þvottaefni til þess að ná öllu afangs þvottaefni úr bleyjum og innleggjum. 

Skref 4 Hengja allt upp til þerris, innlegg mega fara í þurrkarann.

Ég hef mikinn áhuga en ég veit ekki hvar ég á að byrja

Þú þarft alls ekki að vita allt um taubleyjur eða eiga heilt safn til þess að byrja. Okkar ráð er að þú veljir þér þá bleyju sem þér þykir falleg, kaupir hana og prófir. Þetta er í rauninni ekki flóknara enn það! Þó svo að fróðleikur sé alltaf af hinu góða, þá reynist oftast best að prófa til þess að fá skilninginn. Við mælum líka með að þú prófir mismunandi týpur og finnir þannig það bleyjukerfi sem hentar þér og ykkur best.

Hver er heilsufarslegur ávinningur taubleyja

Umhverfisógnin sem stafar af ruslbleyjum er raunveruleg sem við öll vitum núorðið af. Óháð umhverfisvænu sjónarmiði eru kostir taubleyja gífurlega margir en þó helst heilbrigði. Í ruslbleyjum má finna ýmis óskynsöm efni sem eiga enga samleið með viðkvæmum litlum kroppum. Ofangreind efni smitast til barns úr rakadrægum perlum sem safna þvagi í sig sem liggja undir líningu ruslbleyja. Þegar perlurnar eru orðnar mettar af þvagi þrýstist efnablandað þvag úr perlunum þegar barnið sest á rassinn og fer upp á yfirborð ruslbleyjunnar. Þá liggur fyrir að viðkvæma bleyjusvæði barnanna okkar, sem gefur greiða leið inn í líkamann, er orðið berksjaldað fyrir efnum sem geta valdið misalvarlegum heilsufarskvillum til lengri tíma eða í framtíðinni, samkvæmt rannsóknum.

Kíktu við!

Múlatorg

Síðumúli 23, Gengið inn Selmúlann

Opnunartímar

Mánudagar - Föstudagar
12:00 - 17:00

Laugardagar

12:00 - 15:00

Fáðu leiðbeiningar