Responsible Mother Ullarskel
Responsible Mother Ullarskel
Responsible Mother Ullarskel

Responsible Mother Ullarskel

Verð
5.290 kr
Verð
Útsöluverð
5.290 kr
Magnsverð
fyrir 
Lagerstaða
Uppselt
Vsk innifalinn. Sendingarkostanður reiknast við greiðslu.


Responsible Mother er heimasaumað merki frá Litháen. Bleyjurnar eru virkilega vandaðar, mjúkar og hannaðar til þess að stuðla að sem mestum þægindum fyrir barn. Ullarbleyjur hafa ótrúlega marga kosti sem margir vita ekki af! Bleyjurnar eru úr 100% mjúkri merino ull sem ertir ekki viðkvæma húð. Það fyrsta sem margir spyrja sig að er: verður barninu ekki of heitt? Reyndar ekki. Þetta virkar einmitt öfugt! Ullin er 100% náttúrulegt efni og andar því talsvert petur en PUL og heldur passlegu hitastigi á barninu. Enginn soðinn bossi eins og á til með að gerast í öðrum bleyjum. Ullin er því "ótrúlegt en satt" frábær kostur í hvaða hitastigi sem er að hverju sinni ♡

Bleyjurnar koma ekki vatnsheldar, þú þarft að nota lanolín á þær til þess að byggja upp vatnshelda þekju. Með öllum ullarbleyjum gefum við 2 skammta af lanolíni. Á forsíðunni er hægt að sjá myndband hvernig það er gert.

Stærðir:

S-M: 4-7kg
(Ath. bleyjurnar "stækka" oft með börnum og eru þessar tölur alls ekki heilagar. Okkur finnst S-M bleyjurnar passa fyrir börn sem eru smágerð).
Mitti: 15-22 cm
Fætur: 7-13 cm

M-L: 7-14kg
Mitti 38-48 cm
Fætur: 10-19 cm

XL: 10-16kg
Mitti 40-50 cm
Fætur: 12-19 cm


Hér eru nokkrar staðreyndir um ullarbleyjur sem koma eflaust mörgum á óvart!

- Ullarskeljar eru gerðar vatnsheldar með Lanolíni en með hverri bleyju gefum við 2 skammta af lanolíni til þess að undirbúa bleyjurnar fyrir notkun. (Lanolín er ullarvax sem býr til vatnshelda þekju á ullina).

- Ullarbleyjur með lanolíni eru bakteríudrepandi

- Þvotturinn er verður minni - styttri - einfaldari og talsvert sjaldnar! Ullarskeljar þarf ekki að þvo eftir hverja einustu notkun (nema ef hægðir komast í snertingu við bleyjuna). En lanolínið vinnur með ullinni í því að brjóta þvag niður og láta það gufa upp. Ullarbleyjur eru því sjálfhreinsandi.

- Það er nóg að þvo bleyjuna á 3-4 vikna fresti á ullarprógrammi eða í höndunum. (Farið varlega með ullina - hún er viðkvæmust þegar hún er blaut). Max 30 gráður, ekki setja á of, ekki í þurrkara og ekki í sólbað.

- Og nei... það kemur ekki vond lykt af bleyjunum (nema þegar er komið að þvotti á 3-4 vikna fresti).

-Þú þarft þrefalt jafnvel fjórfalt minna af bleyjum ef þú ákveður að nota ullarbleyjur. 4-6 ullarskeljar ættu að duga út bleyjutímabilið.

-Ullarbleyjurnar eiga að geta enst talsvert lengur en klassískar PUL bleyjur.

-Með ullarbleyjum fylgir minna "bulk" og eru þær almennt fyrirferðarminni en PUL bleyjur.

Við mælum með:

- Nota Prefold eða trifold inn í ullarskelina fyrir dagnotkun.

- Nota eða Hemp fitted bleyju frá Responsible mother fyrir nætur.

- Gefa þessari snilld séns!

 

Psst. Þegar þú pantar ullarbleyju kemur liturinn á óvænt. Við fengum sendinguna ýmist í ljósbeige, ljósbrúnum, ljósgráum (allt náttúru litir í takt við ullina). Ef þú dregst meira að einum lit en öðrum endilega sendu okkur email taubleyjur@taubleyjur.is og við græjum það 

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
Sunna
Heldur vel - gott snið

Ég gat byrjað að nota ullarskel frá Responsible Mother í st. S/M mjög snemma (uþb 1-2 vikna, ca 4,5 kg) og hún hélt strax mjög vel eftir að hafa verið lanolíseruð í fyrsta skipti. Strákurinn minn er langur og grannur, með lítil læri og aðrar bleyjur í stærð small voru ennþá alltof stórar þegar hann var orðinn 4 vikna. Ég keypti nokkrar tegundir af ullarskeljum og þessi kemur lang best út fyrstu vikurnar. Ég get hiklaust mælt með þessum ullarskeljum.

S
Sara Anita Scime

Responsible Mother Ullarskel