Koppurinn er virkilega þægilegur þar sem hann veitir stuðning jafnt að aftan og hliðum. Koppurinn er í góðri hæð og stuðlar að þægindum eins og að "sitja í stól". Það sem okkur finnst best við Bambino Mio koppinn er að hann kemur í tveimur pörtum. Hægt er að taka fjólubláu skálina úr til þess að henda úrgang í klósett og skola svo án þess að bleyta allan koppinn. Einnig er hægt að setja fjólubláa partinn í uppþvottavél annað slagið.