Rakadrægni og Næturbleyjur

Rakadrægni og Næturbleyjur

Næturbleyjur geta verið púsluspil þar til hið rétta "combo" lítur dagsins ljós í ykkar taubleyjurútínu.

Rakadrægustu efnin eru náttúruleg efni. Hemp, bambus og bómull. Hér getur þú séð rakadrægnina og hversu hratt efnin draga í sig vökva. 

Eins og má sjá hafa öll efnin mismunandi eiginleika, hemp heldur mestum vökva en dregur hægast í sig á meðan gerviefni eins og microfiber/polyester heldur litlum vökva en dregur hratt í sig.

Okkar reynsla er að blanda af bambus og hemp er sú rakadrægasta og heppilegasta fyrir næturnar. Það skiptir einnig máli hvernig bleyjan er uppbyggð, ef það eru góðar teygjur utan um lærin er ólíklegra að bleyjan leki. Innri teygjur (þá er bleyjan með tvöfaldar teygjur eins og Modern Cloth Nappies, Bambino Mio Supreme til dæmis) þá eru enn minni líkur á að bleyjan leki. 

Kíkjum aðeins betur á eiginleika Bambus og Hemp.

Hemp (hampur eins og Íslenskan okkar segir)

  • Rakadrægasta efnið sem þú finnur fyrir taubleyjur.
  • Verður aðeins stífara við þvott en mýkist strax við hita húðarinnar eða núning í höndum áður en bleyjan er sett saman. Gott að nudda efnið saman.
  • Grípur vökvann hægt og rólega, hægara en önnur efni.
  • Má liggja upp við húð barnsins.
  • Getur verið bakteríudrepandi.
  • Tekur lengri tíma að þorna eftir þvott heldur en önnur efni.
  • Fyrir fyrstu notkun hemp innleggs þarf að þvo það. Eftir 4-6 þvotti ætti hempið að vera búið að ná sem bestri rakadrægni svo ekki gefast upp ef það heldur ekki nógu vel fyrstu 4 skiptin.
  • Algengt er að hemp innlegg eru blönduð saman við bómull.
  • Til að fá sem besta virkni út úr hemp innlegginu þínu er gott að setja hemp innleggið undir efni sem dregur vökvann hratt í sig eins og bómull eða jafnvel microfiber. Þá dregur efra innleggið hratt í sig og skilar vökvanum niður í hempið sem geymir vökvann þar til næstu bleyjuskipti eru á dagskrá.

Bambus / Bamboo


 

  • Mjög rakadrægt efni eins og hemp.
  • Mýksta efnið, mýkra heldur en lífrænn bómull og hemp!
  • Dregur vökvann hraðar í sig en hemp en ekki jafn hratt og bómull.
  • Mætti segja að þetta sé "alt muligt" efni í innlegg, það virkar bæði vel sem efra innlegg eða neðra, sem aðal innlegg eða booster.
  • Má liggja upp við húð barnsins.
  • Tekur lengri tíma að þorna heldur en microfiber eða gerviefni.
  • Mjög algengt er að bambus efni er blandað við bómull þegar er verið að framleiða bambus innlegg / bústera.


Miðað við þessar upplýsingar hér fyrir ofan sést hversu mikið er á bakvið einungis rakadrægnina í taubleyjum og hversu fjölbreyttar útfærslur er hægt að búa til með einungis innleggjum.

En förum þá aftur yfir í næturbleyju pælingar! Okkar reynsla hefur verið sú að Bambino Mio Supreme + booster er mjög góð næturbleyja. Fyrir sum börn dugar bleyjan ein og sér en BM Supreme er með tvö mjög stór og vegleg Bambus innlegg. Modern Cloth taubleyjurnar hafa einnig reynst vel á næturnar því þær eru með tvöfalda teygju utan um lærin. Þá er hægt að bæta við innleggjum / bústerum án þess að það myndist bil á milli bleyjunnar og læri barnsins sem getur gerst ef taubleyjur eru of "þykkar" eða með of mikið af innleggjum inní. Þá mælum við með því að nota 2-3 innlegg af náttúrulegum efnum.

Nokkrar næturbleyju uppástungur sem hafa reynst vel hjá okkar kúnnum:

- Modern Cloth Nappies duo: Bæði bambus innleggin sem fylgja bleyjunni + bambus trifold frá Modern cloth nappies.

- Bambino Mio Supreme: +þunnt bambus innlegg frá Modern Cloth / +hemp innlegg frá Modern Cloth / +bambus booster frá Hinzling.

-Modern Cloth Nappies skel: + 2x Bambus trifold frá Modern Cloth Nappies

-Bambino Mio AI2: +þunnt bambus innlegg frá Modern Cloth / +bambus booster frá Hinzling

 

Næturbleyjur geta breyst í takt við aldur barnsins þíns og það mætti segja að taubleyjulífið fer aldrei í fastar skorður því maður er alltaf að uppgötva eitthvað sem hentar vel eða jafnvel betur. Gangi þér ótrúlega vel og ekki hika við að spjalla við okkur í gegnum Instagram @taubleyjur. Við erum þar til að gefa leiðbeiningar og hjálpa♡ 

Villa
Villa
Villa