Hversu margar taubleyjur þarf èg að eiga?

Hversu margar taubleyjur þarf èg að eiga?

Þetta er eflaust ein af algengustu spurningunum sem við fáum.

Þetta mun vera mismunandi eftir aldri barnsins og hversu oft áætlað er að þvo.
Hægt er að nota eins margar eða eins fáar og vilji er fyrir hendi, það þarf bara að hátta þvottarútínunni eftir því hversu margar taubleyjur eru til. 
Mig langar líka að minna á að það er allt í góðu að nota bréfbleyjur með taubleyjum og engin skömm í því. Bara það að nota eina taubleyju á dag sparar ca 900 bleyjur sem annars færu í landfyllingu!

Ráðleggingar okkar miðast við þvott á 2-3 daga fresti:

10-12 þegar taubleyjur eru notaðar að hluta til (3-4 á dag)

Að minnsta kosti 18 fyrir notkun yfir allan daginn (5-6 á dag)

Allt að 30 fyrir notkun yfir allan daginn og nætur

Villa
Villa
Villa