Bambino Mio og Charlie Banana með frábæra dóma og verðlaun verywell family 2020!

Bambino Mio og Charlie Banana með frábæra dóma og verðlaun verywell family 2020!

Bambino Mio bleyjurnar voru kosnar “Best All-In-One diapers”. AIO bleyjur eða “Allt í einni” eru fljótlegastar í notkun af hinum ýmsu taubleyju möguleikum og eru sniðugar fyrir foreldra sem eru að skipta í fyrsta skipti yfir í taubleyjur því þær eru einfaldar í notkun. Bleyjurnar eru með vatnshelda skel að utan og fóðraðar rakadrægu efni að innan, þessi hönnun heldur leka í miklu lágmarki. Bambino Mio AIO bleyjurnar stækka með barninu þínu og er því hægt er að nota bleyjurnar frá fæðingu þar til barnið hættir að nota bleyju. Smellu raðirnar framaná bleyjunni eru til þess að sníða bleyjuna að þínu barni, þrengd utan um læri og kvið. Innleggið sem er saumað fast við bleyjuna er afar rakadrægt en fer undir annað efni sem heldur vökvanum frá húð barnsins og minnkar því líkur á bruna eða ertingu. Efni bleyjunnar eru teygjanleg sem truflar ekki náttúrulegar hvatir barnsins, að leika, skríða eða hlaupa. Bambino Mio bleyjurnar eru endingargóðar sem geta verið notaðar milli barna og eru góð fjárfesting.


Charlie Banana Organic bleyjurnar voru kosnar ,,Best luxury” eða bestu hágæða bleyjurnar. Charlie Banana er með lífræna línu (þú finnur hana undir lífrænar taubleyjur hér að ofan) en þessi lífræna lína hefur slegið í gegn. Lífræni bómullinn stuðlar að sem fæstum útbrotum eða bruna á bleyjusvæðinu og fjölbreytt hönnun býður upp á margt með hemp innleggjum. Hægt er að stinga þeim í vasann, setja ofaná (að húð barnsins) eða nota einnota náttúruleg innlegg sem er frábært því mismunandi hlutir henta mismunandi fólki. Hemp innleggin eru lífræn án allra aukaefna og eru mjög rakadræg, henta vel að degi til eða yfir nótt. Ef nota á lífrænu bleyjurnar yfir nótt er mælt með því að nota bæði hemp innleggin sem fylgja með bleyjunni í einu til þess að ná sem bestri rakadrægni. Eins og Bambino Mio þá stækka bleyjurnar með barninu en stærðarkerfið hjá Charlie Banana bleyjunum er stillt að innan. Bleyjurnar koma í svakalega björtum og fallegum litum eða munstrum og eru tilvalin gjöf fyrir taubleyju unnendur.

Heimild: https://www.verywellfamily.com/best-cloth-diapers-4153784

Villa
Villa
Villa