Cloudy AIO - bleyjan heitir einfaldlega Cloudy af því að hún er mjúk eins og ský.
Einföld AIO bleyja með innrúllaðar teygjur utanum lærin sem minnkar líkurnar á rauðum förum um læri barnsins. Tilvalið fyrir nýbura og viðkvæma húð.
Bleyjan hefur lágmarks rakadrægni sem hentar nýburum vel. Hægt er að bæta við innleggi eftir þörfum og kosturinn er sá að hægt er að nota þau innlegg sem til eru á heimilinu eða velja sjálfur það sem hentar best.
Minky efni hefur orðið vinsælla á markaðnum síðan 2019 og í dag eru mörg taubleyjumerki komin með þetta dásamlega mjúka efni í taubleyjurnar sínar. Við fögnum því að það sé komið á íslenskan markað með Noah Nappies.
P.S. Með tvöfalda innlegginu frá Noah Nappies ertu með algjöra næturbombu!
Hér getur þú skoðað tvöfalda innleggið.
Þvottur & umhirða
-
Þvotta rútína: Skilaðu kúknum í klósettið og geymdu bleyjuna í blautpoka eða fötu/bala o.s.frv. Við mælum með köldu skoli til þess að byrja með. Eftir skolið ráðleggjum við heitt 40°-60° langt þvottaprógram.
-
Þurrkari: Við ráðleggjum að taubleyjan sé hengd upp til þerris þó hún megi fara á kalt prógram í þurrkaranum.
- Notist ekki við: Klór eða mýkingarefni. Krem sem innihalda sink minnka rakadrægni bleyjunnar þar sem sink er vatnsfráhindrandi. Við mælum með því að nota Bossagaldur frá Villimey.
Efni
-
Ytra lag: Endurunnið 100% Polyurethane (PUL) með mjúku ytra byrði
- Innra lag: 100% polyester, Award Wicking Jersey (AWJ) með ísaumuðu fjögurra laga bambus/terry innleggi.
- Oeko-tex standard 100 certified and contain no harmful chemicals
Sendingarmáti
Sendingarmáti
Frí heimsending ef verslað er fyrir 20.000kr eða meira.
Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar með Dropp
Vöruskil
Vöruskil
- Auðvelt að skipta svo lengi sem varan er ónotuð. Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum eða base-um.