Taubleyjur

Premium AI2 Vasableyja - Nokkur munstur

Verð
5.790 ISK
Verð
5.790 ISK -5.790 ISK (%)
Vsk innifalinn
á lager
Selst hratt
Fara í körfu
Fara í körfu

Premium All-in-two Vasableyja

Noah Nappies eru hannaðar og framleiddar með væntumþykju í huga bæði gagnvart litlu kynslóðinni og jörðinni. Bleyjan er vasableyja með margnota eiginleika til þess að koma til móts við allar þær óskir sem taubleyjuforeldrar og dagforeldrar sækjast eftir. Bleyjan stækkar með barninu og passar frá 3kg upp í 18kg! Mikilvægt er þó að hafa í huga að börn eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg og ekki alltaf hægt að stóla á tölur. 

Öll efni Noah Nappies eru með fullt hús af vottunum meðal annars Oeko-tex og GOTS.

Eiginleikar

  • Stay Dry Wicking Jersey efni: Efnið upp við húð barnsins er kallað wicking jersey og líkist efni íþróttafatnaðs. Efnið er þekkt fyrir viðeigandi eiginleika sína í taubleyjunotkun en það er að halda húðinni þurri og svalri. Wicking jersey hefur verið að brillera sl. árið í taubleyjuheiminum og hafa mörg hver vörumerki breytt yfir í þetta efni. Börn með viðkvæma húð hafa oft á tíðum verið að bregðast betur við wicking jersey efninu heldur en öðrum efnistýpum og mætti því segja að efnið sé gott fyrir viðkvæma húð. Að auki hafa taubleyjuforeldrar tjáð að kúkur festist síður í efninu og fellur betur í klósettið úr bleyjunni.  

  • Góð lekavörn: Bleyjan er með teygju við maga barnsins sem kemur enn frekar í veg fyrir að piss leiti út fyrir bleyjuna. 
  • Einstaklega mjúkt og endurunnið PUL efni: Ytra efni taubleyjunnar kallast PUL efni og er mögulega eitt af því mýksta og sveigjanlegasta af PUL efnum sem finnast á markaðnum í dag. Mikið var lagt upp úr því í vöruþróuninni að PUL efnið væri með þessa eiginleika en það gerir bleyjunni kleift að vera fyrirferðarlítil og þar með betri hreyfanleiki fyrir barnið. 

  • Innlegg: Með bleyjunni fylgir mjög þyrst 8 laga bambus innlegg sem einnig er fáanlegt stakt. Innleggið er með tveimur smellum og passar í flest allar taubleyjur.
  • Margnota bleyja á svo marga vegu: Þú getur notað bleyjuna á amk tvo vegu. Settu innleggið í vasann á bleyjunni og notaðu stay dry efnið uppvið húð barnsins. Þú getur einnig lagt innleggið ofan á bleyjuna. 

Þvottur & umhirða 

  • Þvottarútína: Skilaðu kúknum í klósettið og geymdu bleyjuna í blautpoka eða fötu/bala o.s.frv. Við mælum með köldu skoli til þess að byrja með. Eftir skolið ráðleggjum við heitt 40°-60° langt þvottaprógram.

  • Þurrkari: Innleggin mega fara á fullan hita í þurrkarann en við ráðleggjum að taubleyjan sjálf sé hengd upp til þerris þó hún megi fara á kalt prógram í þurrkaranum.

  • Notist ekki við: Klór eða mýkingarefni. Krem sem innihalda sink minnka rakadrægni bleyjunnar þar sem sink er vatnsfráhindrandi. Við mælum með því að nota Bossagaldur frá Villimey.

Efni

  • Ytra lag: Endurunnið 100% Polyurethane (PUL)

  • Innra lag: 100% polyester, Award Wicking Jersey (AWJ)
  • Oeko-tex standard 100 certified and contain no harmful chemicals

Sendingarmáti

Frí heimsending ef verslað er fyrir 20.000kr eða meira.

Afhendingartími er alla jafna 1-3 virkir dagar með Dropp

Vöruskil

  • Auðvelt að skipta svo lengi sem varan er ónotuð. Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum eða base-um.